Sælt veri fólkið.
mér datt í hug, hérna rétt áðan, að setja upp ftp server. svona fyrir vini mína og vandamenn, geta sótt mp3 og þætti af tölvunni minni. En skyndilega varð það mér ljóst að ég kann ekki að setja upp ftp server og það er ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta heimskulega langa skilaboð á saklausan kork windows áhugamálsins. sem sagt langar mig að setja upp ftp server á lappann minn sem notar win xp pro og er tengdur gegnum adsl, heimilsnet þar sem móður tölvan er tengd við adsl. ég er með eitthvað forrit sem heitir smartftp sem á víst að vera eitthvað sniðugt, en ég hinsvegar kann ekkert á það. Ef þú hjálpar mér þá ertu manna mestur og jafnvel bestur.