Málið er þannig að ég er búin að vera að lenda í þvílíku veseni með Windows 7 64bit, ég kveikti á henni og það var allt í lagi með hana en síðan þurfti ég að restarta henni út af updates og út af því þá fór hún í algjört fokk, hún var hæg að koma sér í gang, allt fór í not responding og öll updates nema eitt og eitt fóru að faila á fullu hjá mér, þannig að ég prófað system restore en það hjálpaði ekkert og tölvan ennþá ógeðslega hæg. Svo reyndi ég að formatta hana og þegar ég ætlaði að setja upp Windows 7 aftur í henni þá failaði installation á seinasta step-inu.
Ég er enginn tölvusnillingur, ég er frekar tæknifötluð þegar það kemur að svona málum, dettur einhverjum í hug hvað gæti verið að og hvað ég gæti gert til að reyna laga þetta, þar sem eini staðurinn sem ég gæti farið með tölvuna í viðgerð er í yfir 110 km fjarlægð, þannig að hjálp væri vel þegin.