Sælir hugarar. Ég lenti í því óláni að fá vírus í tölvuna mína. Ætla ég því að formata hana. En þar sem ég hef ekki gert þetta áður og hef litla reynslu af tölvum, væri ég til í að fá svör við nokkrum spurningum.
Til að formata Windows 7 þarf ég einhvern Windows disk (diskurinn sem fylgir alltaf með tölvunni). En mér skilst að þessi diskur fylgi ekki lengur með og þarf maður þess í stað að brenna þessar upplýsingar á disk þegar tölvan er ný.
Alla vegna ég á nýja Windows 7 tövlu ( < 1.árs) og ég brendi ekki þessar upplýsingar inn á disk. Þannig að ég er ekki með þennan Windows disk. Hvað geri ég þá?
Á ég að tala við umboðið þar sem ég keypti tölvuna? Eða fá einhver sem á alveg eins tövlu og ég til að brenna þessar upplýsingar á disk?

Ég fann ágætis myndband á youtube sem sýnir mér hvernig á að formata.

http://www.youtube.com/watch?v=JyMWz5UEgoI

En ég skil ekki hvað á að gera í byrjun? Á maður ekki að ýtta á F2 eða eitthvað þegar maður er nýbúinn að kveikja á tölvunni? Eða setja Windows diksinn í?