Ég hef verið að lenda í vandræðum með lappann, HP Pavilion dv6, sem skýrir sig þannig að ef ég sé að horfa á vídjó t.d. youtube, megavideo eða þegar ég er að horfa á stream og jafnvel að spila tölvuleiki á netinu, wireless, þá disconnecta ég alltaf eftir einhvern random tíma. Ég prófaði að taka út Ipv6 en það virkaði ekki og það sem ég hef verið að spá í núna er hvort þetta sé vírus eða eitthvað sem ég veit ekki um.
Þetta er líklega ekki routerinn þar sem ég prófaði að horfa á sama streamið á sitthvorum lappanum, báðar wireless, og ekkert vesen á hinni tölvunni en HP lappinn var stöðugt að disconnecta í tíma og ótíma.
Hefur einhver lent í þessu eða eruði með einhverjar lausnir? Og hvaða vírusskanna mælir fólk með?
Endilega látið vita ef þið viljið meiri upplýsingar um tölvuna.