Þetta ku vera heimskuleg spurning í augum sumra, en ég er ekki að ná að Googla þetta (er þó með takmarkaða google leitarhæfileika)
Er með 64 bit Windows 7. Allt í góðu. Býður upp að setja upp forrit á bæði 32 og 64 bita formi.
Spurningin er: Er ég að græða eitthvað á að setja upp 64 bita forrit/leiki í stað 32 bita fyrst Windows 7 styður bæði? Hver er munurinn?
Ef þið nennið ekki að svara en vitið um einhverja linka að síðu sem útskýra þetta, þá væri það líka fínt :)