Daginn,
ég er að hugsa um að formatta fartölvuna mína þar sem trojan komst í hana og gerði allt vitlaust. Ég náði að fara á restore point í tölvunni ásamt því að skanna hana á fullu með t.d. Malware bytes, AVG, Kapersky (trial) og síðast en ekki síst keypta útgáfu af Trend Micro Titanium Internet Security. Eftir að hafa skannað hana milljón sinnum lítur allt út fyrir það að tölvan sé laus við viðbjóðinn (það kemur enginn vírus úr scan results). En ég treysti því ekki og langar einnig að hreinsana til.
Þá er spurningin mín þannig: Get ég notað sömu vírusvörnina (trend micro) eftir að hafa formattað tölvuna? Vírusvörnin virkar í þrjár tölvur og fékk ég síðasta “eintakið”, þegar ég skrifa seríalinn eftir að hafa formattað tölvuna, mun vörnin ekki virka (það er að segja að þetta seríal hefur verið notað í 3 tölvur og því úrelt)? Ég þurfti að gera user og slíkt og “activeita” vörnina í gegnum netið, mun vörnin þá ekki muna eftir að tölvan mín var með trend micro í notkun? Kveðja Ívar.