Mig bráðvantar aðstoð í Excel við að setja upp formúlu sem gerir eftir farandi:
Ef A er minna en 11 (þ.e.a.s. tölur á bilinu 0 til 10) þá komi út margfeldi af A og B.
Ef A er minna en 21 en stærra en 10 (þ.e.a.s. tölur á bilinu 11 til 20) þá komi margfeldi af A og C.
Ef A er minna en 31 en stærra en 20 (þ.e.a.s. tölur á bilinu 21 til 30) þá komi margfeldi af A og D.
Ef A er stærra en 30 (þ.e.a.s. 31+) þá komi margfeldi af A og E
dæmi 1: A = 3 þá væri útkoman 3*B
dæmi 2: A = 15 þá væri útkoman 15*C
gildin A, B, C, D, E eru mismunandi eftir flokkum
dæmi: ef flokkur 1 hefur gildin A=breytilegt, B=3, C=5, D=6, E=6.5 , þá væri útkoman í dæmi 1 “9” og í dæmi 2 “75”
vonandi skilst þetta… :)