Góðan daginn
Í morgun þegar ég kveikti á tölvunni virðist eitthvað hafa fokkast upp, það virðist eins og að skjákortið sé óvirkt eða eitthvað. Ég breytti engu eða installaði neinu og allt var í fína í gærkvöldi. Litirnir eru í rugli, ég get engu breytt, upplausn né neinu en það er stillt í minnstu upplausn, 640x480 og colors í lowest 4-bit. Er búinn að prófa að roll backa driver, installa nýjum, fara í safe mode og reyna að breyta þessu og hvað og hvað, ekkert virkar. Prófaði meira að segja að tengja annan skjá við tölvuna en það var nákvæmlega það sama. Þetta lítur sem sagt svona út: http://tinypic.com/r/28iz11v/6. En að sjálfsögðu er þetta aðeins öðruvísi en á þessari litlu mynd þar sem ég er með 19" skjá og þessa litlu upplausn.
Í device manager og undir display adapter er gult upphrópunarmerki og þetta stendur: http://tinypic.com/r/2h4w35s/6 og líka þetta: http://tinypic.com/r/k0ms12/6.
Er með Windows Vista og GeForce 8800 GTX - any ideas?