Þú notar DNS þjón á innraneti (LAN), en til að setja upp DNS, þá minnir mig að þú þurfir að vera með Active Directory (ef þú ert að keyra Windows2000). Þú getur ræst Active Directory setup með því að fara í Start -> Run -> og skrifa “dcpromo” (án gæsalappa). Ég lenti í vandræðum með að setja upp AD á w2k advanced server, en ég leysti það með því að setja NetBEUI samskiptaháttinn upp. Það á ekki að vera neitt mál annars að setja upp AD.
Og ég held þú þurfir ekki DNS þjón, nema þú sért að beina (route-a) út af tölvunni.
Ég held að það sé ekki hægt að setja Active Directory upp á WinXP Pro eða Home, þar sem WinXP Pro er hugsað sem vinnustöð.
Og ef þú ætlar að setja upp heimasíðu á innraneti, þá þarftu að setja upp IIS (Internet Information Services).