Ég fékk Windows 7 frítt í gegnum Háskólann í Reykjavík (MSDN academic alliance). Mér finnst það töluvert betra en Windows Vista, en get ekki borið það saman við XP þar sem það er ansi langt síðan ég notaði það.
Ég nota WinXP til þess að spila tölvuleiki og get með hreinskilni sagt að það er í raun engin ástæða fyrir mig að uppfæra.
Ég hef einu sinni borgað fyrir Windows, OEM fyrir mörgum árum. Var í einhverju tilboði svo ég veit ekki hvað það var mikið. Ætla mér ekki að gera það aftur á meðan ég get fengið sambærileg stýrikerfi án þess að borga skilding.
Win7 RC lofaði samt afskaplega góðu. Það var þó fullt af bugs og mjög ólíklegt að þær hafi allar síast út án þess að fleiri hafi orðið til. Það má segja að það sé í raun ekkert vit í því að fá sér W7, eða hvað annað stýrikerfi, fyrr en það nálgast í fyrsta service pack.
Vegna þess að forrit (og hvað þá stýrikerfi) eru aldrei bug free þegar þau eru gefin út, yfirleitt sneisafull af leiðindarvillum. Þetta einskorðast alls ekkert við Windows.
Ég er alls ekki að segja að þau séu ónothæf. Bara mjög háar líkur á því að maður lendi í alls konar klandri.
Ég er búinn að nota Windows 7 síðan það kom út í betu. Er búinn að keyra x64 RC á turninum heima og 1 vandamálið sem ég hef lent í er að geta ekki keyrt Crysis. Punktur!
Nú þegar RTM er komið ætti það meira að segja að vera stabílla.
En eins og einhver segir hér áður, þá eru margar sjóræningjaútgáfur til á netinu.
Þú ert þá væntanlega búinn að prófa allan vélbúnað og öll forrit sem til eru í heiminum?
Það er frekar augljóst að stýrikerfi (og forrit almennt) séu tjúnuð að vinsælli vélbúnaði fyrst, sem ætti þá að virka betur og sérstaklega vel eftir nær árs langa opna betu (RC) í tilviki win7.
En ég notaði nú líka RC og lenti í ýmsum forritum og driverum sem virkuðu ekki, virkuðu illa eða hreinlega voru ekki til fyrir win7, stundum (alls ekki alltaf) virkuðu þó vista driverar í þeim tilvikum. Annað mjög skemmtilegt sem varð til þess að ég hreinlega hætti að nota RCinn var það að tölvan tók uppá því að restarta sér uppúr þurru, ekki bluescreen eða neitt. Líklega hefur það eitthvað haft að gera með viftustjórn, en þá hefði það verið hreinlega stórhættulegt fyrir tölvuna að þjösnast við að nota þetta.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..