Kannski hefur þér ekki hvarflað að því að ég vinn í tölvubúð :P
En ég get svosem hugsað mér að þetta sé mismunandi milli verslana.
En ég get alveg sagt þér að kerfið er aldrei gefins, þá er bara einhver smá afsláttur reiknaður af því, þetta eru OEM leyfi sem búðirnar kaupa sem eru alls ekki svo langt frá söluverði úr verslun.
Bætt við 5. nóvember 2009 - 09:12
Ég bara skildi ekki hvað þú meintir með “sjálfkrafa”
Fartölvur koma með stýrikerfum að utan.
En “góðar” borðtölvur sem eru samansettar á versktæðum hjá tölvufyrirtækjum, þá er ekkert sem heitir sjálfkrafa.
Tæknimennirnir þurfa alltaf að segja OSið inn fyrir viðskiptavinina, er það ekki handvirkt?
Þú getur þá líka oftast valið um hvort þú viljir taka stýrikerfið með eða ekki og ef þú sleppir því þá reikna þeir bara stýrikerfið frá heildarverðinu.
Getur tékkað á þessu.
Það er nefnilega asnalegt ef þú getur ekki fengið að sleppa OSinu, nema þá eins og ég segi að þeir panta tölvurnar samsettar að utan með stýrikerfi sem er bundið vélinni og ekki hægt að taka úr. En þannig vélar eru oftast eitthvað low-end dæmi.