Já eins og titilinn segir er ég að reyna tengjast internetinu á ferðatölvu með internettengingu sem er sett upp á heimilistölvunni. Sem gengur svosem vel (er einmitt að skrifa þetta á lappann :) og allt gott um það að segja, en bara þegar ég hringi fyrst úr heimilistölvunni.

Skiljiði? Hmmm, veit ekki hvort þetta er nógu vel orðað hjá mér ..

.. en á ekki að vera hægt að hringja inn með ferðatölvunni án þess að það þurfi svo mikið sem að snerta heimilistölvuna (hún verður að sjálfsögðu í gangi og þær tengdar saman á LANi). Ég rak augun í check-box sem á stóð ‘Enable on-demand dialing’ sem hljómar ágætlega en virðist ekkert vera virka.

Allavegana, datt í hug að sjá hvort það væri ekki einhver gúrú hérna sem gæti skammað mig fyrir að vera svona ‘ignorant’ og leyst þetta á nó-tæm ;)

<small>

'tell my wife, hello..'
</small>
<br><br><small>-“Do not pray for an easy life, pray for the strength to endure a difficult one.”
<i>-Bruce Lee-</i></small