Ég fékk þennan skemmtilega vírus í tölvuna mína sem er með Win 2000 kerfið og náði ég að stoppa hann áður en hann eyddi of miklu út. Samt eyddist út forritið message.exe og ég finn ekkert um þetta á windows.com né hér á huga.is. Mér dettur til hugar að þetta sé skrá sem kom frá vírusnum en það kemur alltaf upp skilti við ræsingu að talvan finni ekki þetta forrit. Það væri ágætt að fá að vita hvort einhver veit það hvort þetta sé hluti af vírusnum og hvar ég get þá strokað setninguna út svo windows hætti að biðja um message.exe.

Með fyrirfram þökk
Halli25