Sæll…
Ef þú ert að nota Outlook Express, þá ætti þetta að virka:
Afritaðu póstskrárnar (*.dbx), þær eru í “C:\Documents and Settings\<Þitt user nafn>\Local Settings\Application Data\Identities\<{Talnaruna}>\Microsoft\Outlook Express”. Þær eru faldar svo þú þarft að hafa “show hidden and system files” á. Þessar skrár seturu einhversstaðar þar sem þú kemst í þær úr win2000.
Svo opnar þú outlook (veit að þetta virkar í 6.0, held að þetta dugi ekki í eldri útgáfum af outlook), ferð í File/Import/Messages… og velur “Microsoft Outlook Express 6” og velur “OK”. Þar næst velur þú “Import mail from OE6 store directory”. Velur “OK”. Velur svo staðinn sem .dbx srárnar eru geymdar, velur “Next” og velur svo hvaða möppur þú villt inn og smellir á “Finish” eða “OK” man ekki alveg hvort það var. Þá ætti þetta að vera komið. Virkar fínt hjá mér. Reyndar nota ég þetta til að fara hina leiðina ME til XP, en það ætti ekki að skipta máli.
Kveðja
AleTek<br><br>
—
Any sufficiently advanced bug is indistinguishable from a feature.
-Rich Kulawiec