Málið er að ég er búinn að vera að setja saman nýja tölvu og ég er búinn að setja inn win xp og flest þau forrit sem mig vantar en mig vantar ennþá eitthvað af dóti sem er meðal annars á floppy diskum en það er einmitt málið. Þegar ég set diskinn í og ætla að opna hann þá kemur á skjáinn að diskurinn sé ekki formataður og býður mér að formata hann. ég reyndi aftur með því að formata einn disk (nýjan) og setja á hann forrit(í annari tölvu) en það kom það sama upp. (í nýju vélinni)
hefur einhver hugmynd um hvað þetta gæti verið?<br><br>If it aint broken, dont fix it
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.