Sælir hugarar.

Þannig er mál með vexti að talvan mín var orðin svolítið uppfull af drasli og leiðindum um daginn þannig ég ætlaði bara að skella mér í að reformata hana.
Smellti windows xp disknum í drifið og bootaði hana af disknum og byrjaði Setupið.
Í um 15% af setup progressinum stoppar hinsvegar talvan og ég fæ Error skilaboð sem meðal annars inniheldur eftirfarandi kóða:

DRIVER_IRQL_NOT_LESS_OR_EQUAL

Technical information:
*** STOP: 0X000000D1 (0X006C0F18, 0X00000002, 0X00000000, 0XF76C86EF)

*** ATAPI.SYS - Adress F76C86EF base at F76BF000, Datestamp 41107B4D

Þetta er það sem kemur upp og núna stend ég uppi með tölvu sem er ónothæf þar sem ég hef ekkert stýrikerfi á tölvunni.

Var að vonast til að einhver gæti sagt mér hvað er líklegt að sé að eða ráðlagt mér hvert væri best að fara með tölvuna.

Btw. Hef reynt fleiri en einn Windows Xp disk þannig að það er væntanlega ekki diskurinn sem er ónýtur.
No Pain, No Gain!