Þannig er það að taskbar-ið á tölvuni minni er á spænsku, einnig eru sum forrit eins og itunes og vlc líka á spænsku, sem fer allveg gífurlega í taugarnar á mér.
Talvan sjálf er stillt á ensku en einhverntíman þegar ég var að fara að skrifa spænskustíl og breytti lyklaborðinu í spænskt þá breyttist allt, dagarnir breyttust úr íslensku yfir á spænsku og þar fram eftir…
Ég var að pæla hvort að einhver hérna vissi hvernig það sé hægt að laga þetta, ég er hreinlega búinn að gera allt sem ég get en ég bara finn ekki út úr þessu. þetta er búið að vera svona í nokkra mánuði!!