Ég fór beint í að skanna tölvuna, forritið fann strax þetta:
Fannst: W32 Malware hider patch-based! Maximus
Skrá: C:/Program Files/DivX/DivX Plus DirectShow Filters/daac.ax -> (PECompact)
Staða: Mistókst að setja í sóttkví
Er þetta eitthvað rootkit vírus dæmi?
Forritið virðist ekki geta eitt þessu, þar sem það getur ekki sett þetta í sóttkví.
CPU er oft á fullu, óeðlilega mikið og Windows Explorer á það til að crasha svo ég hef töluverðar áhyggjur af þessu.
Veit einhver hvernig ég get losað mig við þetta, hjálp væri vel þegin.