Sælir,
ég er með xp home installað og ætlaði að installa xp pro svo ég restartaði henni með disknum og hann fór með proccessið í gang en svo hætti ég við áður en hún fór að formatta. Þannig þegar ég kveiki á tölvunni kemur að ég þarf að velja á milli XP home eða XP pro setup og það fer sjálfkrafa í setupið sem er freka pirrandi.

Þannig var að spá hvort það væri ekki hægt að fjarlægja þennan “xp pro setup” valmöguleika í burtu. Er búinn að prófa að installa EasyBCD en það finnur bara 1 entery sem er XP home.

Kveðja, THX