Ég keypti mér tölvu í september, sem hefur látið dálítið undarlega alveg frá byrjun.

Þið vitið hvernig það er á mörgum tölvum að ef maður hreyfir músina ekkert í u.þ.b. kortér, þá fer tölvan í “energy saving mode” þannig að það slokknar á skjánum og græna ljósið á honum verður gult.

Hjá mér gerist þetta alltaf eftir nákvæmlega 15 mínútur, en þegar ég hreyfi músina aftur, þá kviknar ekki aftur á skjánum. Tölvan er þó komin aftur í gang, því ef ég ýti á Alt+F4 og svo Enter þá get ég slökkt á tölvunni.

Ég hef farið í Power Management og slökkt á öllum energy saving features, en það gerir ekkert gagn.

HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA?

Þetta getur verið ótrúlega óþægilegt þegar maður er að vinna að einhverju og þarf að stökkva frá í hálftíma eða svo. Venjulega gæti maður alltaf bara farið frá tölvunni og komið aftur, en ég þarf að ganga frá tölvunni (sem tekur dágóða stund), í hvert sinn sem ég rétt bregð mér frá.

Ég nota Windows 98 (sem ég veit að er hræðilegt), en tími ekki að kaupa nýtt stýrikerfi. Það hlýtur að vera önnur lausn. Ég finn ekkert um þetta á Microsoft heimasíðunni, þannig að ég veit ekkert um neina drivera sem gætu lagað þetta.


Mér þætti vænt um að einhver hjálpaði mér.