Þegar þú gerðir /s formattaðiru C diskinn sem “system disk”, þeas. einsog startup diskettu. Það þýðir að þú settir í raun upp DOS, eða allavega algjörlega grunn hluta DOS, upp á diskinn.
Gerðu þetta bara uppá nýtt og núna skaltu sleppa /s. Annars skiptir þetta í raun engu máli. Þetta dót tekur ekki nema nokkur kílóbæti hjá þér þannig að þú finnur ekki neitt fyrir því.
Þú getur losnað við að þurfa að velja kerfi með því að breyta skrá á rótinni hjá þér (rót=C:\) sem heitir “boot.ini”. Þessi skrá er yfirleitt falin, þannig að þú þarft að taka imbavörnina af og velja “show all files”. Í henni eyðiru einni línu og ég held að það sé alveg augljóst hver sú er. Venjulega á innihald skráarinnar að vera:
[boot loader]
timeout=30
default=multi(0)disk(0)rdisk(0)partition(1)\WINNT
[operating systems]
multi(0)disk(0)rdisk(0)partition(1)\WINNT=“Microsoft Windows 2000 Professional” /fastdetect