Er einhver hérna sem að getur útskýrt það afhverju manni finnst vlc skara svona mikið fram úr öllum öðrum spilurum hvað varðar að spila allt sem maður biður hann um?

Hef prófað ótal spilara, oft að lenda í veseni, spilarinn vill ekki spila afþví skráin er í notkun annarsstaðar (maður er að dl henni og kannski 5% eftir), unsuported format, dvd ekki frá réttu regioni o.s.fr.

Mér finnst ég aldrei upplifa neitt svona rugl með VLC. Maður bara hægrismellir á það sem maður vill spila og og velur open with vlc, og þá bara spilar hann það. Aldrei nokkurtíman neitt vesen!
Afhverju hafa hinir sem framleiða svona spilara þetta ekki svona líka?