Núna fyrir nokkru tapaði ég lykilorðinu inná admin userinn á tölvunni minni. Ég er með einn limited aðgang í tölvunni. Ég hef verið að googla hinar og þessar síður til þess að finna lausn á þessu vandamáli. En það eina sem ég hafði uppúr krafsinu var að ég náði í disk sem lét allar skrárnar á tölvunni verða “read only” þannig að ég hef alveg misst allt traust á svoleiðis diskum.
Þess vegna spyr ég hafið þið lent í þessu sama og kunnið þið einhver ráð?
Bætt við 21. febrúar 2009 - 00:21
Diskurinn átti að virka þannig að hann átti að restarta passwordinu.