Góðan daginn.
Ég er að runna núna Windows 7 sem er draumur í dós að flestu leyti.
Hinsvegar er eitt sem fer óendanlega í taugarnar á mér núna og það er þetta:
Ég er með innbyggða hátalara á skjánum og headphones, sem ég tengi í 2-to-1 audiojacktengi sem tengist móbóinu. Svo er ég með stærðarinnar útvarpshátalara sem tengjast með USB í kassann.
Það sem mig langar að gera er að blasta tónlist úr öllum hátölurunum í einu. Eins og er þarf ég að velja default device sem annaðhvort skjáshátalara+headphone tengið EÐA USB tengið, get ekkki fengið að velja ,,bæði betra'' neitt ..
Kann einhver leið til að ég geti settað það þannig upp? Einhver þriðja aðila forrit sem hjálpa eða eitthvað? Því þetta fer virkilega í taugarnar á mér :$