Það er smá vandamál í gangi, öll hjálp er vel þegin.
Það var verið að slökkva á tölvunni og hún bað um að uppfæra sem var gert. Næst þegar kveikt var á tölvunni þá opnaðist explorer.exe ekki. Það er hægt að komast í öll forrit.
Þegar maður keyrir upp new task: explorer.exe þá segist tölvan ekki finna forritið. Ég er búinn að browsa og finn explorer.exe á þeim stöðum sem hann á að vera skv. annarri tölvu á heimilinu.
Kannski er réttast að taka fram að það er búið að keyra upp vírusvarnarforritið nod32 og það fann 3 trojur sem búið er að eyða. Það er búið að keyra vírusvörnina aftur og virðist tölvan vera laust við þessar veirur.
Það væri fínt ef hægt væri að leysa þetta án þess að leita til fagaðila.