Heyrðu ég var að spá hvort einhver hérna vissi um eitthvað forrit sem getur fylgst með öllu niðurhali (eða bara erlendu) sem á sér stað í tölvunni?
Það vill nefnilega svo til að tvisvar á einum mánuði hefur Síminn sent mér póst um að erlent niðurhal sé óhóflega mikið, samt er ég með ótakmarkað erlent niðurhal (þau segja að þetta sé alltof mikið og hægja þar með á netinu hjá mér… óþolandi).
Eina erlenda niðurhalið sem mér dettur í hug er einn og einn diskur, 50 - 100 mb, á TPB (0 - 2 sinnum í mánuði), svo er ég af og til á youtube en mikið á facebook og svo spila ég reyndar svoldið mikið á erlendum serverum í COD2. En allt þetta á nú samt varla að ná upp í 1 GB af erlendu niðurhali á 2 vikum nema diskarnir á TPB séu taldir með.
Btw þau segja að erlenda niðurhalið sé 10 GB of mikið… og að ótakmarkað erlent niðurhal nái bara upp í 20 - 30 GB.
Væri fínt ef einhver gæti bent mér á eitthvað gott forrit svo ég geti séð hvað ég er að ná í svona mikið (erlent).