Ég skipti nýlega í WindowsXP og strax og ég var kominn í það umhverfi fékk ég alltaf sama error messagið:
***
Hardware Error
***
Það stóð nú eitthvað meira í þessu errori enn ekkert sem gæti mögulega komið að gagni.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er að veita því fólki sem hefur átt í vélbúnaðar en ekki HUGBÚNAÐAR vandamálum í xp smá vettfang hérna svo að allir sem eiga ómuglegar tölvur séu nú ekki að sóa tíma sínum í að uppfæra í XP.
Ástæðan fyrir þessari villu er það að móðurborðið mitt er af gerðinni BX133-RAID sem greinilega styður ekki xp.
Ég er algerlega búinn að ganga úr skugga um það eð þetta sé ástæðan. BIOS-ið var að reyna að skrifa í eitthvað “Protected Address range” sem það greinilega mátti ekki. Og ´já ég prufaði að flasha BIOS-ið
ég var að vonast til þess að allir gætu hér sent inn lista með vélbúnaði sem virkar ekki í XP svo fólk sé nú ekki að uppfæra í þetta bara til þess að “niðurfæra” aftur þannig að ég ætla bara að byrja
BX133-móðurborð virka EKKI í winXPs (keipti það hjá hugver ehf. 2000) Ég vil taka það fram að starfsfólk hugver var ekkert nema viljugt til að reyna að lesa þetta vandamál en tókst ekki
Sendið inn ykkar VÉLBÚNAÐAR vandamál í WinXP!
Ofurfluga