Málið er að ég er með tvær XP vélar sem eiga að tengjast einni adsl tengingu. Borðvélin er með tvö netkort, annað sem tengist Alcatel 1000 modemi með ip 10.0.0.100 subnetmask 255.255.0.0. Hitt netkortið er með 192.168.0.1 subnetmask 255.255.255.0 og tengist í hub. Lapptopvélin er með ip 192.168.0.2 subnetmask 255.255.255.0 og tengist í hub. Borðvélin tengist adsl og sú tenging er sheruð. Ég er ekki með firewall enabled á þeirri tengingu.
Borðtölvan nær fullu netsambandi og þekkir lappann og getur samnýtt gögn þar á milli og allt í gúddí. Lappinn aftur á móti nær að pinga út á netið, bæði ip tölur og vefföng, en hann getur ekki browsað neinar heimasíður.
Einhverjar hugmyndir???