Þannig er mál með vexti að ég kveikti á tölvunni minni í fyrradag og það var eitthvað nýtt á desktopinu, shortcut í Norton Security Scan, sem ég hafði aldrei samþykkt né downloadað, allavegana ekki fyrir mína vitneskju.
Svo að ég, sem hélt að þetta væri vírus eða spyware, skannaði tölvuna með Trend micro Internet security pro, vírusvörnin fann ekki neitt svo að ég dílítaði þessu úr tölvunni.
En þegar ég kveikti aftur á tölvunni daginn eftir (í gær), þá tók ég aftur eftir þessu á deskttopinu, og deletaði því aftur. Og þá fór ég í Change or remove programs, og mér til mikillar furðu var þetta þar og ég eyddi því þaðan líka.
Þá hélt ég að ég væri laus við þetta fyrir fullt og allt, en allt kom fyrir ekki; í morgun þegar ég kveikti á tölvunni var shortcuttið á desktopinu, þannig að ég dílítaði öllu þessu, og skannaði tölvuna. Svo fór ég í jólagjafaleiðangur og fór inní tölvuna núna áðan, og shortcutið á desktoppinu, mappan restoruð í program files, og forritið inní remove or change programs.
Ég kæri mig ekkert um að hafa þetta inní tölvunni minni, og vil fá þetta út sem fyrst, einhverjar hugmyndir um hvernig ég get gert það?