Ég er með Windows XP Pro með Service Pack 2 og er búinn að vera með það í tölvum hjá mér í nokkur ár.
Finnst það vera ein stöðugasta windows uppsetning sem ég hef fundið. Ég hef engann hug eins og er að uppfæra í Windows Vista. Allavega ekki á meðan ég fæ ennþá alla drivera fyrir XP og öll þau forrit sem ég nota virka fínt á XP.

En málið er að núna keypti ég með GTA IV fyrir PC (Ég er algjör GTA fan) og hann heimtar að það sé Service Pack 3 inni.
Spurningin er hvort mér sé óhætt að setja inn Service Pack 3, hef heyrt allskonar leiðinda bögg sögur um að þá byrji allskonar errorar og blue screen of death og fleira í þeim dúr.
Er ekki bara best fyrir mig að gera backup af windows-inu hjá mér og setja inn Service Pack 3 og ef allt fer í köku þá ætti ég að geta farið til baka, ekki satt?



Annað smá problem. Ég er með 6 GB vinnsluminni í tölvunni hjá mér en Windows XP les ekki nema að það séu um 3,25 GB í vinnsluminni. - Tvær spurningar:
* Þótt hún lesi það ekki nema max 3,25 GB er hún að nota öll 6 GB eða notar hún ekki nema þessi 3,25 GB?
* Ef ég set inn Service Pack 3, lagast þetta? Nær hún þá að lesa öll 6 GB?