Jæja, mér tókst að nauðga sjálfum mér allsvakalega núna rétt áðan. Ég var eitthvað að vesenast í Settings á internet explorer og hakaði við “Automaticly detect settings” í LAN settings flipanum. Þá hinsvegar hætti ég að komast á netið, fæ allt aðra ip-tölu en ég er yfirleitt með og allt í volli.

Ég er búinn að reyna að stilla sjálfur á ip töluna sem ég var alltaf með, og dns og gateway á það sem aðrar tölvur á heimilinu hafa, en ekkert virkar. Ég er líka búinn að restarta routernum og tölvunni, bæði með nýju ip tölunni og án. Venjulega hef ég verið með ip tölu sem er eitthvað á þennan hátt: 192.168.1.x en núna fæ ég 169.254.13.157.

Er með Zyxel prestige 2000 router, ef það hjálpar eitthvað.

Vonandi getiði hjálpað mér, ég er hundfúll út í sjálfann mig fyrir að standa í þessu fikti.