Það vill svo yndislega til að ég er með Vista. Ég sá torrent á TVB og datt svona í hug þar sem ég er með 2 harða diska, hvort ég gæti ekki bara sett XP inná hinn, álíkt og ég gerði með Ubuntu.
Ubuntu náði ég að setja inn bara með því að nota Daemon Tools og datt í hug að það myndi virka líka.
En þá kom þetta vandamál: http://pic19.picturetrail.com/VOL1075/6932990/13293968/343999585.jpg.
Þannig ég skrifaði .iso file-inn yfir á disk, en þar kemur sama vandamál.
Þá datt mér í hug að fara í BIOs-inn og breyta Boot order og ætlaði að gera bara ‘Boot from CD’ þegar tölvan ræsir sig, hún gaf mér ekki þann möguleika.
Segir mér, hvað fleira get ég gert?