Ég var að fikta e-ð í TuneUp Utilities og gerði einhvers konar disc check. Skjárinn verður með bláan bakgrunn og svo byrjar checkið.
Eftir að ég gerði þetta kemur upp sjálfkrafa í hvert skipti sem ég restarta eða kveiki á tölvunni upp þessi blái skjár þar sem stendur að tölvan hefur lokið að skoða diskinn og allt í góðu. Þetta er ekkert vesen í sjálfu sér nema það að það tekur mun lengri tíma að starta tölvunni.
Hvar get ég fundið þessa stillingu sem segir tölvunni að gera þetta ekki í hvert skipti?
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”