Þegar ég ætla að opna task manager kemur “Task manager has been disabled by your administrator.” Þá fór ég á netið og ákvað að finna hvernig ég ætti nú að laga það og þar stóð að maður ætti að fara í command prompt (start -> run) og skrifa gpedit.msc en ekkert kom, þá er í öðrum leiðbeiningum að ég ætti að leita af því í c:/windows/system32/ ekki var það þar og ekki í Scheduled Tasks í Control Panel.. Svo náði ég í e-ð Reg-Fix forrit en þá kemur “Registry editing has been disabled by your administrator”. Helvíti pirrandi.. og um leið og þetta gerðist þá hætti Windows Live Messenger að virka.. kemur alltaf upp error: 80072efd minnir mig..
Ég downloadaði FM09demo í gegnum steam og það virkar ekki heldur og ekki heldur Max Payne2.. í Steam þá kemur:
Steam - Updating - 0%Complete
Could not connect to the steam network, please try again later.
Og þetta hætti allt að virka í einu..
Þ.e.a.s. svona 10-15 min eftir að ég installaði FM09 demo.. þá ofhitnaði tölvan og slökkti á sér.. þegar ég kveikti aftur þá var þetta svona..
Tölvan er af þessari gerð: Toshiba Satellite P100-113
Ég hef nú oftast náð að laga tölvuna mína en þetta er komið í rugl!