Windows Vista
Sælir hugarar. Ég var að spá. Afhverju er fólk alltaf að væla út í vista? Ég er með Windows Vista home premium á fartölvunni minni og síðan ég fékk hana fyrir svona hálfu ári þá hef ég aldrei fengið BSOD og það hefur ekkert forrit crashað eða neitt. Ég hef aldrei dottið út úr neinum leik. Það hefur bara nákvæmlega ekkert verið að í allan þann tíma sem ég hef átt hana fyrir utan það að alltaf þegar ég starta iTunes þá hættir Aero themeið og breytist alltaf í Vista classic. Tölvan segir að það sé út af því að eitt eða fleira forrit styður ekki theme-ið. Veit einhver hvernig ég get lagað það btw?