Daginn,
Acer Aspire drasl tölvan mín slökkti aftur á netkortinu sínu, þetta hefur gerts tvisvar áður og þá var nóg að keyra stýrkikerfið upp aftur og formata C/ drifið.
En auðvitað lætur Tölvulistinn mann ekki fá diska heldur setur boot diskinn á falinn disk í tölvunni.
Þannig að þegar ég hef formatað þarf ég að ýta á F12 þegar tölvan er að kveikja á sér..
En núna virkar það ekki! Er ég að rugla saman einhverjum tökkum? Búinn að prófa F10 og F11 og Shift+F10/F12 og Ctrl+F12, virkar ekkert. Og hvar á ég nákvæmlega að ýta á takkann? Er ekki viss svo ég ýti bara allstaðar í start-upinu. En sama hvað ég geri ræsir tölvan sig bara venjulega. (nema þegar ég ýti á F2 eða F10).
Einhverjar hugmyndir um hvað ég geti gert?
Fyrirfram þakkir.