Sælinú. Ég er með Vista Home Premium 32 bita á nýrri borðvél (hvað, fimm vikna gömul). Síðan 9. september hefur verið vesen með Windows Update á henni, það eru fjórar uppfærslur sem virðast bara hreinlega ekki geta installast. Sama hve oft það er slökkt og kveikt á tölvunni eða henni restartað koma þær aldrei inn eins og þær eiga að gera og update history sýnir ‘Failed’ án þess að gefa neinn villukóða eða neitt sem maður getur gúglað eftir. Windowsið reynir samt alltaf aftur og aftur að installa þeim og heimtar svo reboot sem gerir auðvitað ekki neitt frekar en áður. Tek það fram að inn á milli koma inn önnur update sem koma inn eins og ekkert sé. Ég gæti auðvitað gert bara ‘Hide’ á þessi update sem virka ekki, en það leysir ekki beint vandamálið. Þrjú af þessum updates eru flokkuð sem Important svo ég vil helst geta sett þau inn. Tek það fram að ég veit ekki til þess að það hafi komið neinn vírus eða neitt slíkt á þessa tölvu sem gæti hafa eyðilagt e-ð.
Ef það segir einhverjum eitthvað, þá eru hérna númerin á updateunum:
KB954366
KB954154
KB938464
KB955302
Hvað get ég gert í þessu? Allar hugmyndir vel þegnar.
Peace through love, understanding and superior firepower.