Til að finna hvaða ip tölu þú ert með:
farðu í start - run…
þá poppar upp run gluggi, þar skrifar þú cmd og ýtir á enter
þá kemur upp console gluggi
þá skrifar þú “ipconfig” án gæsalappa og ýtir á enter
ip address línan segir til um hvaða ip tölu þú ert með.
Ekki loka þessum glugga því þú þarft að nota upplýsingar í þessum glugga til að setja fasta ip tölu.
Til að festa ip tölu:
Þá ferðu í start - control panel.
Þar finnur þú network connections, tvísmellir á það.
þá sérð þú lista yfir allar nettengingar sem þú ert með.
Finndu þá sem er í sambandi (sérð það í status í network connection glugganum) tvísmellir á hana.
Þá kemur upp gluggi, velur properties.
Þá kemur upp gluggi þar sem sést hvaða hluti nettenging þín er að nota, tvísmellir á “Internet protocol (tcp/ip)”
Þá kemur upp enn einn glugginn… vei vei
Þar hakar þú við “use the following ip address”
Ip talan skiptist í fjóra parta, skipt með punkti.
Fyrstu þrír partarnir eru sameiginlegir Gateway tölunni (finnur í console glugganum) þannig að þú skrifar þá og velur síðan einhverja tölu í endann milli 0 og 254 sem þig langar að festa á þína tölvu. Bara passaðu þig að nota ekki sömu tölu og gatewayið er með.
Subnet mask er örugglega 255.255.255.0, en þú sérð það í console glugganum.
Gateway sérð þú í console glugganum, en hún segir til um ip tölu routersins sem þú ert með.
Ýtir á ok og þá er það komið…
Ef þetta er eitthvað óskýrt endilega commentaðu. Ef þetta er rangt endilega commentaðu.
Ef þér finnst ég vera fallegur, ekki commenta.