Heyriði, ég er í smá vanda með itunes. Ég vil koma því strax á framfæri að ég er á Windows Vista Home Premium. S.s. ég var að fá nýja tölvu vegna þess að hin var bara í fokki og það skiptir engu máli. Og þegar ég fékk itunes þá bara get ég ekki lokað því án þess að það fari í ‘not responding’ og þegar ég hægri klikka á taskbarinum og loka þá kemur ‘windows is searching for a solution’ og það tekur svo langan tíma og ef ég geri bara cancel þá opnast forritið aftur að sjálfum sér. Er þetta bara einhver Vista glitch í itunes sem mun lagast með næsta update-i? Eða er þetta eitthvað sem ég get lagað. Ef svo er, getur einhver útskýrt það fyrir mig? Ég er ekkert tæknifatlaður eða neitt þannig ég er alveg nokkuð reyndur með tölvur og ég læri hratt þannig ég mun ekki vera geðveikt þroskahefur.