það vill svo til að ég keypti mér tölvu sem var með ME uppsett…. svo setti ég líka inn win2k. Ég hélt að ég hafði verið að skrifa yfir ME en svo var ekki. Núna var ég kominn með bæði ME og win2k og í hvert einasta skipti sem ég ræsi tölvunni minni biður hún mig um að velja á milli þessara tveggja stýrikerfi. Það vildi einnig til að einn daginn fékk ég andsk***** nóg af þessu og ætlaði mér bara að henda ME. Ég fór í My Computer og á c: og henti WIN möppunni í ruslakörfuna (en það var of stórt fyrir hana þannig að ég henti því algjörlega) vitandi það að þetta væri ekki alveg rétta leiðin til þess að henda þessu helvíti. En samt þegar að ég ræsi tölvuna mína spyr hún mig hvort að ég vilji ME eða win2k þótt að ME sé ekkert inná tölvunni. Þannig að ég spyr þá vitru hvað skal gera? hvernig hendi ég ME út af tölvunni, eða væri þjóðráð að formata c: drifið alveg og setja hana upp á nýtt. (nenni því varla)

bragif