Microsoft hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að hætta allri sölu á stýrikerfinu Windows XP.
Stýrikerfið fræga er sjö ára gamalt og hefur þjónað mörgum tölvunotendum vel gegnum árin. Notendur stýrikerfisins þurf þó ekki að örvænta því enn verður hægt að fá kerfið selt fram í janúar og auðvitað munu öll helstu tölvufyrirtæki halda áfram að þjónusta kerfið í einhvern tíma.
Windows Vista mun taka við kyndlinum en kerfið hefur þó þurft að sæta nokkurri gagnrýni frá notendum eins og gjarnan vill vera með ný stýrikerfi. Þeir sem ekki vilja nota Windows geta þó alltaf farið yfir í Linux eða hið stórgóða stýrikerfi Apple OS X.
Nú hef ég ekki prufað VISTA og líkar bara vel við XP, og svo á víst nýtt að koma 2010.