Windows notast við kerfi sem byggist upp á skilaboðum. Frá forritunarlegu(orð eða?) sjónarmiði, þá er t.d. skilaboðið WM_KEYDOWN send þegar þú ýtir á takka, sem inniheldur svo fleiri upplýsningar um hvaða takka var á ýtt osvfr.
Allavega, pointið er að við vitum allir um forrit sem getur vitað hvaða takka þú ýtir á - keyloggers. Það er hægt að búa til forrit sem “krækir” í öll skilaboð í stýrikerfinu og les þau áður en þau eru send til annarra forrita - þess vegna ættir þú annað hvort sjálfur að geta búið til forrit til að gera þetta, eða ef þú getur það ekki, þá getur þú googlað þetta.