Ég var að hugsa um að setja upp vefþjón á vélinni heima hjá mér og vera með subdomain líka. Til þess þarf ég að vera með IIS og DNS. Ég er akkúrat núna að keyra Win XP og þar get ég bara verið með einn default vef og engin subdomain. Er til einhver hugbúnaður sem gæti hjálpað mér með þetta þannig að ég geti þetta í XP? Ef ekki … lesið áfram
Allt sem ég þarf að keyra er:
Web Server, FTP Server, Mail Server, DNS og einhvers konar SQL server (Helst MySQL eða SQL Server) (á SQL Server löglegan og 2000 Server) en vantar mail server. Þannig að ef einhver er með góðar uppástungur um hvaða mail server ég gæti sett upp? Endilega hamra á lyklaborðið og svo smella á senda. Og ég þarf að deila Internet tengingunni í aðra tölvu.
Er kannski möguleiki að með því að setja upp Win 2000 Server og IIS 5.0 (eða 5.1) að þá lagist allt? Endilega væri ég til í að fá einhverjar leiðbeiningar um hvernig væri best að gera þetta.