Windows 98 getur ekki lesið NTFS skrárkerfið. Þú þarft að breyta yfir í FAT32 og til að gera það verður þú að eyða öllu út af disknum. Það er ekki til (svo ég viti) tól sem breytir úr NTFS yfir í FAT32, þó svo að það sé til tól sem gerir hið gagnstæða (FAT32 -> NTFS). Ef þú vilt eitthvað reyna við það samt, er til tól sem heitir “Partition Magic” sem sérhæfir sig í svona aðgerðum og gæti búið yfir þessum möguleika. Ekki samt gera þér of miklar vonir…
Harðir diskar virka þannig að þú ert með harðann disk (“vélbúnaðarlega”) sem þarf að sipta niður í “sneiðar” (“hugbúnaðarlega”). Yfirleitt er disknum bara skipt niður í eina sneið sem er jöfn stærðarinnar á disknum. Þú getur haft fleiri sneiðar (allavega 2, held upp í 4) á hverjum disk. Síðan sér Windows hverja sneið sem sér disk í “My Computer”.
Til þess að skipta um skráarkerfi á sneið þarftu að eyða sneiðinni af disknum og búa hana til aftur. Til þess notaru (til dæmis) “fdisk” sem kemur með Windows98, en þar sem þú ert með Windows2000 þarftu að útvega þér Windows98 startup disk og ræsa af honum. Hinsvegar frétti ég af einfaldara ferli um daginn sem fól í sér að ræsa upp Windows2000 en halda inni F8 á meðan (ef ég man rétt) og með því fá upp “Management Console” minnir mig, og þaðan átti að vera hægt að gera það sama og FDisk gerir, án þess að þurfa diskettuna. Ég hef aldrei reynt þetta né fiktað í því…
Í FDisk byrjaru á því að eyða (ef þú ert bara með eina “sneið”) Primary partition en ef þú ert með tvær þarftu að eyða secondary sneiðinni fyrst. Passaðu þig að vera með stillt á réttan “vélbúnaðar” harðann disk! Ef þú ert bara með einn er það ekkert vesen. Svo ferðu til baka í aðalvalmyndina og velur 1 og býrð þér til Primary sneið og Secondary ef þú vilt að harði diskurinn þinn skiptist í tvennt. Þú velur þér bara stærð og seivar og restartar, startar svo aftur upp af diskettunni og formattar sneiðina/sneiðarnar og átt síðan góða stund með tölvunni og Windows uppsetningarferlunum.
Vona að þetta svar sé fullnægjandi :)