Hæhæ

Mig vantar smá aðstoð frá ykkur. Ég er með PC vél með SB Audigy 2 hljóðkorti og Geforce 7600 GT skjákorti. Er að nota Vista Ultimate.

Er að tengja tölvuna við sjónvarp. Er með S-Video kapal frá PC- í þar til gert SCART millistykki sem tengist í sjónvarpið. Svo er ég með mini-jack tengi frá PC sem deilist í tvö RCA tengi, rautt og hvítt og plugga því í SCART tengið líka. Þá fæ ég hljóð og mynd frá tölvunni í sjónvarpið og virkar bara mjög vel.

Málið er bara að ég vill geta haft setupið þannig að ég geti haft hljóðið í tölvunni beintengt í hátalarana og sjónvarpið á sama tíma. Eins og þetta er núna þarf ég að skipta um snúru eftir því hvort ég vil hljóð í tölvunni eða TV.

Er einhver snillingur sem getur aðstoðað mig við þetta og gefið mér góð ráð. Hvort hljóðkortið sem ég er með geti yfir höfuð gert þetta, hvort það séu tengi á hljóðkortinu sem ég á að nota frekar o.s.frv.

Með von um hjálpleg svör.
Kveðja
Radical