Eitthvað finnst mér það hýrt að ekki er hægt að skipta út Iconunum í Folder Options glugganum einsog í “gamla daga”…
En náttúran finnur sér alltaf leið, farðu í Run og skrifaðu “regedit”. Í “HKEY_CLASSES_ROOT” finnuru bara þá skráarendingu sem þú vilt breyta Iconinu fyrir. Dæmi: “.htm” . Þú klikkar á það og þá færðu upplýsingar til hægri. Í “(DEFAULT)” strengnum ætti að standa eitthvað, “htmlfile” hjá mér. Þetta er vísun í það hvað skráartegundin heitir. Svo ferðu aftur í listann til vinstri og finnur “htmlfile” sem ætti að vera ögn neðar.
Klikkaðu a plúsinn fyrir framan þá “möppu” og þá birtast nokkrar undirmöppur. Í þeirri sem heitir “DefaultIcon” er strengur sem heitir “(DEFAULT)”. Breyttu honum í slóðina að þeirri Icon skrá sem þig langar. Hjá mér er þetta “C:\Program Files\Internet Explorer\iexplore.exe,1” þar sem þessi 1 stendur fyrir Icon númer 1, þar sem þetta er .exe skrá en ekki .ico (virkar eins fyrir .dll skrár og .exe) og hún inniheldur fleiri en 1 icon. Til að sjá úrvalið býrðu bara til shortcut í exe skránna og velur Properties/Change Icon osfrv.
Það hljóta að vera til einfaldari leiðir, en þetta verður bara gaman ;)
Þú gætir til dæmis orðið þér út um .reg skrá sem inniheldur þessar stillingar og setur þær inn fyrir þig sjálfvirkt.
Varðandi MediaPlayerinn… ekki nota 7.1… Eftir að þeir breyttu útlitinu snerti ég hann (þann nýja) ekki með sex feta langri fánastöng! Ef þú vilt nota gamla spilarann (sem mér finnst miklu betri!) er hann á slóðinni “C:\Program Files\Windows Media Player\mplayer2.exe”, í 99.9% tilvika allavega.