Hérna sit ég og skrifa þennan kork á XP vél, hún byrjaði líf sitt á Vista Home Premium en ég gafst upp. Ég er í Versló, þar var eintómt vesen, ekki hægt að koma henni inn á kerfið, ekki hægt að prenta o.fl. Hérna heima gekk svosum allt en ég komst að því að það er vesen að keyra suma leiki á vélinni, sérstaklega ef þeir eru aðeins eldri. Ég upplifði semsagt aldrei að ég væri betur settur með Vista heldur en XP, reyndar, næstum síðan ég fékk hana hefur mig langað aftur í XP. Ég er ekki týpan sem spila það nýjasta nýjasta hvort sem er og það er góður tími í það að maður þurfi að vera með Vista.
Svo. Spurningin er semsagt, hvað er gott við vista/xp og hvað er slæmt við vista/xp? Er einhver ástæða fyrir því að upgrade-a? Og svo fleira í þessum dúr. Væri gaman að fá smá umræðu í gang.