IP talan getur breyst við það að skipta um LAN snúru - en ekki þó þess vegna, heldur vegna þess að þegar þú aftengist (með því að taka gömlu snúruna úr) og tengist svo aftur (með því að setja nýju í) þá geturðu í sumum tilfellum fengið úthlutað nýrri IP tölu (fer eftir uppsetningu á tölvunni þinni og netinu sem þú tengist).
Þetta getur auðvitað gerst líka við það að endurræsa tölvuna eða hvað annað sem lætur þig missa samband við netið, um lengri eða skemmri tíma.
Ég veit ekki um þessa Net IP tölu sem þú spyrð um, en hugsanlega ertu að tala um ytri og innri IP tölu?
Ytri IP talan er sú IP tala sem tölvur á Internetinu sjá og er yfirleitt bara IP talan á routernum hjá þér. Innri IP talan er síðan IP talan á tölvunni þinni.
LAN eru almennt sett upp þannig að allar tölvurnar á LANinu hafa mismunandi innri IP tölur, sem yfirleitt eru eins fyrir utan síðasta fjórðunginn. Allar tölvurnar hafa síðan eina (sömu) IP tölu gagnvart Internetinu, sem er þá IP talan á routernum sem tengir LANið við Internetið.
Vonandi svarar þetta spurningunum þínum.
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001