Er að læra á fullu á Excel og vantar svar við nokkrum spurningum.
1. Er að reyna að gera lítinn riðil, gera svona gagnvirkan riðil. Segjum sem svo að Arsenal, Man Utd, Chelsea og Liverpool séu í einum riðli. Ok, set það upp. Síðan set ég innbyrðisviðureignirnar fyrir neðan. Ég kann að setja upp yfirlit yfir mörk skoruð, leikir spilaðir, mörk fengin á sig, markamismun og að lokum stig.
Spurningin er svona, hvernig fæ ég Excel til að geta borið saman tölurnar? Segjum sem svo að Arsenal vinni Liverpool 3-2, hvernig fæ ég Arsenal til að vera með 1 í unnir og Liverpool 1 í tapaðir? Sömuleiðis þegar það bætist upp fleiri sigrar og þannig, þá þarf ég fleiri tölur í sömu cellu, hvernig aðgreini ég það?
2. Fann eina jöfnu fyrir jafnteflisleikina, sem er Delta (=DELTA) en ég kann bara að gera 1 leik gagnvirkan, hvernig fæ ég fleiri leiki til að vera virkan? Eins og núna er jafnan hjá mér svona: “ =DELTA(D11;K11) ” Hvernig aðgreini ég þessar cellur frá næsta leik sem á að kanna hvort um jafntefli sé að ræða?
3. Núna þegar það er ef til vill komið, þá þarf ég að skipta gagnagrunni út í aðrar sellur. Sem sagt, segjum að Arsenal séu efstir í byrjun vegna stafrófs, síðan Chelsea, síðan tapar Arsenal fyrir Chelsea, þá þarf ég að láta Chelsea efst. Þarf einhvernvegin að gera það virkt svo að jöfnurnar fari með á milli sella.
Ég man ekki eftir að hafi verið önnur spurning sem ég þarf að spyrja, annars kem ég með nýjan þráð :)
Með von um góð svör ;)
Bætt við 21. janúar 2008 - 12:14
Jæja, kominn með svar við spurningu 1 og 2. En ekki 3, hins vegar bætist ein spurning í staðinn.
Þegar ég setti upp alla töfluna, tengdi allar sellur og svona að þá tekur Excel því þannig að það sé jafntefli þegar ekkert er skráð í reitina. Hvernig laga ég það?