Ég er ekki alveg að skilja hvað þú ert að fara, en ef þú tengist netinu þá ertu með IP tölu, hvort sem þú hefur “nafn” eða ekki.
Þessi leið sem hann sagði, að bæta inn í Hosts skránna, virkar bara þá fyrir þína tölvu, en ekki neina aðra, hvort sem er á Innraneti eða Interneti. Semsagt, þú getur stillt nafnið “www.gúrka.is” við þína IP tölu og það virkar í þinni tölvu, en engin önnur tölva mun tengja þína IP tölu við þetta nafn.
Ef þú vilt fá nafn við IP töluna þína út á internetið þarftu að láta skrá hana á DNS sörver sem allir aðrir sækja upplýsingar úr (you get my point). Það kostar þig pening, hafðu samband við internetþjónustuaðila.
Ef þú vilt bara hafa þetta á innraneti, þá seturu upp DNS sörver á eina vél og stillir upplýsingar um hann í TCP/IP stillingar á hinum vélunum. Ég hef reyndar aldrei gert þetta en það er hægt að fikta sig í gegnum flest :) .